Fara í efni

Fréttir

Verslun á Landsmóti

Lífland hefur verið með verslun á Landsmóti allar götur síðan Landsmót var síðast haldið í Reykjavík, árið 2000. Á því verður engin breyting í þetta sinn. Í stóra tjaldinu á mótssvæðinu verður Lífland með stóran sölubás þar sem að boðið verður upp á fatnað, reiðtygi og alls kyns gjafavöru. Við verðum með fullt af flottum Landsmótstilboðum í gangi, sjón er sögu ríkari. Við hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti. Kveðja, starfsfólk Líflands

Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 6-9%, mismunandi eftir tegundum.  Á síðustu mánuðum hefur verð á helstu aðföngum til fóðurgerðar hækkað verulega.

Íslenskir steinbitar.

Lífland býður upp á steinbita í fjós sem framleiddir eru á Íslandi. Bitarnir hafa verið í þróun undanfarið ár og  prófaðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og standast þeir allar mælingar um brotþol og styrk á steypu.

Skrifstofa Líflands flytur

Þann 1. Júní flutti skrifstofa Líflands í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í Brúarvogi 1 – 3 í Reykjavík. Þar með hefur Lífland flutt alla sína starfsemi úr Korngörðum þar sem fyrirtækið hefur rekið sína starfsemi í áraraðir.

Fáksfatnaður

Fákur og Lífland brydda upp á þeirri nýung að bjóða sérmerktan fatnað fyrir Hestamannafélagið Fák sem að meðal annars verður Landsmótsfatnaður Fáksmanna. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í línunni og fá Fáksmenn afslátt af fatnaðinum auk þess sem að merkingin fylgir með. Fatnaðurinn er fyrirfram merktur svo að ekki þarf að bíða eftir merkingu eftir að flík er valin.

Keppnisfatnaður

Lífland hefur á síðustu misserum sótt í sig veðrið í sölu fatnaðar fyrir keppnisfólk í hestamennsku. Bjóðum við nú upp á nokkrar tegundir af hvítum og svörtum stígvélareiðbuxum, með og án stamrar bótar, frá Mountain Horse, Impact og Sonnenreiter.

Gæludýraklubbur Líflands

Gæludýraklúbbur Líflands bíður nú  upp á fastann 10% afslátt af Arion Friends fóðrinu eins gilt hefur fyrir Arion Premium fóðrið. Í tilefni af þessu verður 5% aukaafsláttur af báðum fóðurtegundum í maí fyrir félaga í gæludýraklúbbi Líflands.Skráning hér 

Verðlisti girðingaefnis

Það hefur vorað vel víðast hvar á landinu og bændur og þéttbýlisbúar eru byrjaðir á vorverkunum. Eitt af þeim er að huga að girðingum. Lífland býður mikið úrval af girðingarefni og hliðgrindum hvort heldur er fyrir bændur, sumarbústaðaeigendur eða þéttbýlisbúa. Við sendum að sjálfsögðu hvert á land sem er. Nýjasta verðlistann má nálgast hér.Verðlisti

Myndir frá heimsókn skagfirskra bænda á Grundartanga

Smella hér

Arion Premium Hundurinn 2012

Oddný Tracey á hundinn Chopper sem er Arion Premium hundurinn 2012