Karfan er tóm.
Bananabrauð II
Bananabrauð II
- 2 bollar Kornax heilhveiti
- 1 ½ tsk matarsódi
- 1 ½ tsk agavesíróp
- 2 egg
- 2-3 vel þroskaðir bananar
- ½ bolli mjólk
- 1 tsk vanilludropar
Hrærðu saman agave, eggjum, stöppuðum bönunum, vanilludropum og mjólk í skál. Bættu Kornax heilhveiti og matarsóda varlega saman við og hrærðu því vel saman.
Helltu í vel smurt jólakökuform og bakaðu við 175°C í ca 45 mínútur.
Gott að henda nokkrum valhnetum út í eða hunangi! Eða skipta bönununum út fyrir döðlur!