Fara í efni

Fréttir

Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um lækkun á kjarnfóðri.  Lækkunin nemur allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Ástæða verðbreytingarinnar er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar. Þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið eru miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 540-1100. Virðingarfyllst, F.h. Líflands Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri

Opið hús

Bændaþjónustan, Efstubraut 1, Blönduósi verður með opið hús (vörukynningu) laugardaginn 12.nóvember Ráðgjafar frá Líflandi og Gæðavörum verða á staðnum.  Ýmis tilboð í tilefni dagsins.  Léttar veitingar í boði  Allir hjartanlega velkomnir.  Eymundur og Hái