Fara í efni

Fréttir

Landsliðið kynnt í verslun Líflands

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum 2011. Mynd: HKG Landslið Íslands í hestaíþróttum fullskipaðNítján knapar skipa landsliðið í hestaíþróttum sem keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Austurríki sem hefst 1. ágúst n.k. Þrír heimsmeistarar frá HM 2009 eiga keppnisrétt á HM 2011. Landssamband hestamannafélaga er afar stolt af liðinu sem hefur á að skipa reyndum og sterkum knöpum og hestum og væntir mikils af því á keppnisvöllunum í St. Radegund í Austurríki í ágúst <span style="font-family: Arial;" class="Apple-style-span">&amp;nbsp;</span>Tilvitnun í vef Landsambands hestamanna

Heimsmeistaramót 2011

  Landslið Íslands í hestaíþróttum hefur verið valið og var kynnt í verslun Líflands þriðjudaginn 19 júlí. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Austurríki vikuna 1. til 7. ágúst næstkomandi og teflir Ísland fram afar sterku liði á mótinu. Verið velkomin í verslun okkar að Lynghálsi 3 í dag til að kynna ykkur liðið og umgjörð þess.   Starfsfólk Líflands.

Íslandsmót á Selfossi

Íslandsmót í hestaíþróttum hefst á Brávöllum á Selfossi, fimmtudaginn 14. Júlí. Lífland er einn helsti stuðningsaðili Íslandsmótsins. Án efa verður þetta skemmtilegt mót með glæsilegum hestakosti. Lífland óskar keppendum góðs gengis og við vonum að veðrið leiki við Selfyssinga á meðan á mótinu stendur.