Fara í efni

Fréttir

Verslun á Landsmóti

Lífland hefur verið með verslun á Landsmóti allar götur síðan Landsmót var síðast haldið í Reykjavík, árið 2000. Á því verður engin breyting í þetta sinn. Í stóra tjaldinu á mótssvæðinu verður Lífland með stóran sölubás þar sem að boðið verður upp á fatnað, reiðtygi og alls kyns gjafavöru. Við verðum með fullt af flottum Landsmótstilboðum í gangi, sjón er sögu ríkari. Við hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti. Kveðja, starfsfólk Líflands

Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 6-9%, mismunandi eftir tegundum.  Á síðustu mánuðum hefur verð á helstu aðföngum til fóðurgerðar hækkað verulega.

Íslenskir steinbitar.

Lífland býður upp á steinbita í fjós sem framleiddir eru á Íslandi. Bitarnir hafa verið í þróun undanfarið ár og  prófaðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og standast þeir allar mælingar um brotþol og styrk á steypu.

Skrifstofa Líflands flytur

Þann 1. Júní flutti skrifstofa Líflands í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í Brúarvogi 1 – 3 í Reykjavík. Þar með hefur Lífland flutt alla sína starfsemi úr Korngörðum þar sem fyrirtækið hefur rekið sína starfsemi í áraraðir.