Fara í efni

Hvítlaukssnittubrauð

Hvítlaukssnittubrauð

 500 g Kornax hveiti

3 dl mjólk

30 gr ger

2 tsk hvítlauksolía

1 tsk salt

Blandið saman Kornax hveiti, salti og geri. Velgið mjólkina upp í 37°C og bætið henni saman við ásamt hvítlauksolíunni. Hnoðið deigið saman og látið það lyfta sér í 2 klst. Sláið deigið niður og formið úr því 4 löng mjó brauð. Látið brauðin lyfta sér í 15 mínútur á smurðri ofnplötu. Penslið þau síðan með hvítlauksolíu og bakið við 225°C í 10 til 15 mínútur.