Fara í efni

Döðlubrauð

Döðlubrauð

250 gr döðlur

100 gr smjörlíki

500 ml vatn.

Þetta er allt sett í pott og látið suðu koma upp.  Sjóðið í ca. 2-3 mín.

 

Á meðan er vigtað þurrefnin.

500 gr Kornax hveiti

400 gr púðursykur

2 tsk  lyftiduft

2 tsk  natrón/matarsóti

2 stk  egg

Setjið vökvann sem þið voruð að sjóða, og öll þurrefnin saman í hrærivélina. Vinnið allt saman í ca. 2-3 mín.  Bakað t.d. í jólakökuformi. 

Bakað við 180°C í ca 20-25 mín. í miðjum ofni.  Bökunartími er misjafn eftir ofnum.