Fara í efni

Ostakaka golfarans

Ostakaka golfarans

1 pk. hafrakex má vera súkkulaðihúðað.

30 gr. smjör

1 peli rjómi

1 dl sykur

400 gr rjómaostur

100 gr fyllt súkkulaði t.d. piparmyntu eða hvað sem er

(2 blöð matarlím)

Kexið mulið smátt í plastpoka, smjörið brætt og blandað saman við kexið og þessu þrýst ofan í eldfast form. Sykur og rjómaostur eru hrærðir saman þar til það er mjúkt og súkkulaðið saxað smátt og blandað saman við og að lokum er þeyttum rjómanum blandað við með sleikju.

Þessu er svo smurt yfir góssið, skellt í frysti og tekið út ca. 2 tímum fyrir neyslu. Ekki er verra að nota matarlím, ef það er gert skal blanda það út í sykur og ostablönduna. Einnig er gott að bræða súkkulaði og hella því út í sykur-ostablönduna í staðinn fyrir að saxa það niður.