Fara í efni

Eplabrauð

Eplabrauð

 450 gr Kornax hveiti

2 msk Kornax rúgmjöl

2 msk hunang

15 gr þurrger

10 gr salt

2,5 dl eplasafi

2 msk olía

1/2 grænt epli skorið í litla bita.

 Setjið allt hráefnið í skál nema olíuna og eplið.  Síðan er olían sett í deigið og hnoðið saman. Eplið fer í alveg í restina, annars er hætta á að það kremjist allt.  Látið deigið standa í 10-15 mín. undir rökum klút.  Því næst mótum við deigið og setjum í form, hefum í ca. 30-40 mín. 

Bakað við u.þ.b. 215 °C  fyrir miðjum ofni. 

Gott að pensla brauð með eggjavatni fyrir bakstur.