12.09.2012
Lagersala Líflands er í nýju lagerhúsnæði að Brúarvogi 1 – 3. Opið verður frá 12:00 til 18:00 virka daga en frá
12:00 til 16:00 á laugardögum (lokað á sunnudögum).
Tilefni lagersölunnar er flutningur skrifstofu og lagers frá Korngörðum 5 í Brúarvog 1 – 3. Í boði er fatnaður, reiðtygi, skeifur,
járningaáhöld, gæludýravörur, rafgirðingaefni og margt fleira á verulega góðu verði. Nú er um að gera að nota
tækifærið og kaupa vörur á verðum sem bjóðast ekki á hverjum degi.
Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Líflands.
20.08.2012
Guðný Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Líflands/Kornax frá
og með 1. september næstkomandi. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 með
áherslu á stjórnun og rekstur og MBA frá Colorado State University árið 1991. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu að baki
úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Síðast gegndi hún starfi forstöðumanns gæða- og öryggismála hjá
Sjóvá.
20.08.2012
Landbúnaðarsýning og bændahátíð var haldin laugardaginn 25 ágúst Í Reiðhöllinni,
Svaðastöðum á Sauðárkróki.
13.08.2012
Girðir framleiðir bitana og
við hjá Líflandi, með okkar tengsl
við bændur, sjáum um sölumálin,“
segir Gunnar Már.
01.08.2012
Lífland tekur þátt í Landbúnaðarsýningu og handverkshátíð við Hrafnagil í Eyjafirði dagana 10. til 13.
ágúst næstkomandi. Við bjóðum Eyfirðinga og aðra gesti velkomna á kynningarbás okkar til skrafs og ráðagerða varðandi
vörur og þjónustu Líflands og vonumst til að sjá sem flesta.
31.07.2012
Verslunin Lynghási 3
Föstudagur opið til 19:00
Laugardagur lokað
Sunnudagur lokað
Mánudagur lokað
Verslunin Lónsbakka Akureyri
Föstudagur opið til 18:00
laugardagur opið 10:00 til 14:00
Sunnudagur lokað
Mánudagur lokað
18.07.2012
Stella Sólveig Pálmarsdóttir, starfsmaður verslunar Líflands í Reykjavík, hefur verið valin í
landslið Íslands í hestaíþróttum fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Svíþjóð í
ágúst. Stella mun keppa á hesti sínum Svaða frá Reykhólum í fjórgangi V1 og tölti T1. Samstarfsfólk Stellu hjá
Líflandi óskar henni til hamingju með landsliðssætið og góðs gengis á mótinu í Eskilstuna í Svíþjóð
dagana 2. til 5. ágúst næstkomandi.
04.07.2012
Þann 4 júlí voru 5 ár liðin frá því að verslun Líflands á Akureyri var opnuð.
Rekstur verslunarinnar hefur gengið með miklum ágætum og hefur tilkoma hennar aukið til muna tengsl Líflands við hestamenn og bændur á
Norðurlandi.
02.07.2012
Landsmóti í Reykjavík lauk sunnudaginn 1. Júlí með mikilli hestaveislu.
Hestakosturinn var auðvitað frábær og öll aðstaða og veitingar til fyrirmyndar.