Karfan er tóm.
Búnaður í fjós
GEA mjaltaþjónar og búnaður
Lífland er umboðs- og þjónustuaðili fyrir GEA Farm Technologies sem er þýskt hátæknifyrirtæki sem hefur framleitt mjaltaþjóna og búnað fyrir bændur í tugi ára með góðum árangri. Fjöldi íslenskra kúabænda eru nú með GEA mjaltaþjóna í notkun sem hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Dairy Robot R9500 mjaltaþjónnin byggir á framúrskarandi tækni, m.a. mælir hann frumtölu, lit, leiðni, mjólkurflæði og mjólkurmagn fyrir hvern spena í sérhverjum mjöltum. Með tilkomu nýrrar tækni hafa bændur í auknum mæli nýtt sér leiðir til að gera bústörfin skilvirkari og auka gæði fóðurs. Fóðurkerfið frá GEA hefur verið hannað til að tryggja jafna dreifingu bætiefna í fóðri, auka nýtingu og dreifa fóðrinu jafnt á gripina. GEA flórsköfuþjarkurinn einfaldar bústörfin svo enn frekar og GEA kúaburstinn sér til þess gripunum líður betur.
Innréttingar og búnaður
Lífland hefur um árabil boðið upp á heildarlausnir þegar kemur að því að innrétta kúa- og geldnautafjós eins og vandaðar innréttingar frá Royal D Boer eins og básaboga, átgrindur og læsigrindur. Lífland býður upp á níðsterkar og endingargóðar básamottur frá Kraiburg í Þýskalandi sem og mottur á flóra og steinristar. Varðandi loftræstingu hefur Lífland boðið upp á Multifan viftur og loftræstistýringar frá Vostermans í Hollandi sem íslenskir bændur þekkja vel, auk loftræstibúnaðar frá Big Dutchman. Steinbitar í ýmsum lengdum og breiddum eru einnig í boði frá þýska fyrirtækinu Otte Beton og danska fyrirtækinu Thisted-Fjerritslev Cementfabrik.