21.09.2021
Kornax Manitoba er nýtt sterkt hveiti sem nýkomið er á markaðinn í 2 kg umbúðum og hentar einstaklega vel í súrdeigsbakstur.
06.09.2021
Við hefðbundna sýnatöku Matvælastofnunar í vor, mældist ein af innfluttum áburðartegundum úr úrvali Líflands yfir leyfilegu hámarki kadmíuminnihalds. Um var að ræða vörutegundina LÍF 26-6+Se, tvígildan, selenbættan NP áburð, en í henni mældist þungmálmurinn kadmíum (Cd) um 90 mg/kg P. Leyfilegt hámark er 50 mg/kg P. Ellefu vörutegundir áburðar voru prófaðar en aðeins LÍF 26-6+Se mældist yfir mörkum. Aðrar tegundir voru vel innan marka hvað leyfilegt kadmíuminnihald varðar. Næringarefnainnihald varanna var innan leyfðra vikmarka.
02.09.2021
Haustútsala Líflands er hafin í öllum verslunum Líflands og mun standa allan september. Fatnaður, gæludýravörur, reiðtygi, hjálmar, hestafóður, bætiefni og margt margt fleira á frábærum tilboðum.