Fara í efni

Fréttir

Landbúnaðarsýning og handverkshátíð við Hrafnagil í Eyjafirði

Lífland tekur þátt í Landbúnaðarsýningu og handverkshátíð við Hrafnagil í Eyjafirði dagana 10. til 13. ágúst næstkomandi. Við bjóðum Eyfirðinga og aðra gesti velkomna á kynningarbás okkar til skrafs og ráðagerða varðandi vörur og þjónustu Líflands og vonumst til að sjá sem flesta.

Opnunar tímar yfir verslunarmannahelgina

Verslunin Lynghási 3 Föstudagur opið til 19:00 Laugardagur  lokað  Sunnudagur lokað Mánudagur lokað  Verslunin Lónsbakka Akureyri Föstudagur opið til 18:00 laugardagur opið 10:00 til 14:00 Sunnudagur lokað Mánudagur lokað

Nordic Championship for Icelandic Horses 2012


Starfsmaður Líflands í landsliðinu í hestaíþróttum

Stella Sólveig Pálmarsdóttir, starfsmaður verslunar Líflands í Reykjavík, hefur verið valin í landslið Íslands í hestaíþróttum fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Svíþjóð í ágúst. Stella mun keppa á hesti sínum Svaða frá Reykhólum í fjórgangi V1 og tölti T1. Samstarfsfólk Stellu hjá Líflandi óskar henni til hamingju með landsliðssætið og góðs gengis á mótinu í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 2. til 5. ágúst næstkomandi.

Til hamingju Norðlendingar!

Þann 4 júlí voru 5 ár liðin frá því að verslun Líflands á Akureyri var opnuð. Rekstur verslunarinnar hefur gengið með miklum ágætum og hefur tilkoma hennar aukið til muna tengsl Líflands við hestamenn og bændur á Norðurlandi.

Frábæru Landsmóti í Reykjavík lokið.

Landsmóti í Reykjavík lauk sunnudaginn 1. Júlí með mikilli hestaveislu. Hestakosturinn var auðvitað frábær og öll aðstaða og veitingar til fyrirmyndar.