Fara í efni

Smáköku­samkeppni KORNAX

Smákökusamkeppni Kornax 2024

Kornax og Góa

Smákökusamkeppni Kornax og Góu 2025 er lokið

Þátttaka í Smákökusamkeppninni var mjög góð og tæplega 200 þátttakendur sendu inn einstaklega fallegar og spennandi kökur. Vinningshafar voru kynntir í Bítinu á Bylgjunni föstudaginn 21. nóvember. Sigurvegari keppninnar var Jón Hjörtur Hjartarson og dóttir hans Eygló Ósk Jónsdóttir með smákökur sem nefnast Piparkökur í sparifötunum. Þess má geta að Jón Hjörtur lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra. Í öðru sæti í ár var Marína Björk Halldórsdóttir með Hátíðar-Maltkökur og í þriðja sæti lenti Hrefna Aradóttir með Jólakossa.
Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir að senda okkur kökur og vonum að þeir hafi notið þess að baka þær.
 
 

Upplýsingar um keppnina

Keppnistilhögun:

  • Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Góu, en það geta verið vörur frá Góu, Lindu og Appolo. 
  • Dæmt er eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn eru einsleit og vel unnin.
  • Miðað er við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál.
  • Senda þarf um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni.  Rétt nafn, símanúmer og uppskrift er látið fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
  • Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Góu.


Kökunum þarf að skila inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 19. nóvember. 

Veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum

1. Sæti

  • KitchenAid hrærivél (Artisan 185 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali.
  • 50 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
  • Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk Hveragerði
  • Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn Apótekið Austurstræti í Afternoon Tea
  • Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti og kökumix í baksturinn

2. Sæti

  • 30 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
  • Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti og kökumix í baksturinn

3. Sæti

  • 20 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
  • Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
  • Glæsileg gjafakarfa frá Góu
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti og kökumix í baksturinn


Dómarar :

Kolbrún Haraldsdóttir - Góa
Unnar Freyr Jónsson - Kornax/Lífland
Dísa Sigurðardóttir - Rafland
Sveindís Auður og Sóley Sara Rafnsdætur - sigurvegarar keppninnar í fyrra
Lilja Katrín Gunnarsdóttir - dagskrárgerðarkona og eigandi Lilja Katrín bakar - blaka.is

 Góða skemmtun!

Hveitipokar