Verðlækkun á kjarnfóðri
01.07.2025
Lífland lækkar í dag, 1. júlí, verð á kjarnfóðri allt að 1,5%.
Hráefnaverð hefur lækkað síðustu misseri og er þessi lækkun hluti af stefnu fyrirtækisins að viðskiptavinir njóti góðs af lækkunum á hráefnismörkuðum.