Fara í efni

Kryddkaka í skúffu

Kryddkaka í skúffu

300 gr. sykur

350 gr. Kornax hveiti

3 stk egg

2 dl kaffi

200gr. smjörlíki

3 tsk lyftiduft

1 ½ tsk. kanill

1 ½ tsk. engifer

2 tsk. negull

Smjörlíki hitað í potti og kaffi sett saman við.  Sykur og egg þeytt vel saman.   Kaffinu og smjörlíkinu blandað útí.  Síðan er öllum þurrefnunum bætt við.  Bakað í ofnskúffunni við 200 g. í ca  20 mín.

 

Krem ofaná kryddkökuna:

250 gr. smjörlíki

500 gr. flórsykur

3 msk. Kakó

1 stk. Egg

kókósmjöl  ( má sleppa)