Fara í efni

Hvítlauksbrauð

Hvítlauksbrauð

 1 bolli volgt vatn

1 egg

1 tsk salt

2 msk sykur

3 bollar Kornax hveiti

3 msk þurrmjólk

1,5 tsk þurrger

Vatnið sett í skál, gerið sett ofaní og sykri stráð yfir, eftir 5 mínútur er egginu og þurrefninu skellt útí og hnoðað. Ef deigið er blautt, bætið þá meira Kornax hveiti við. Látið hefast í klukkutíma.

Penslið með hvítlauksolíu, stráið fullt af osti yfir og smá hvítlaukssalti (má sleppa).

Bakað á 200°  hita í 8-15 mínútur (fer eftir ofni.)

Það má líka nota þetta sem pizzadeig.