01.11.2021
1. nóvember, tekur ný og uppfærð verðskrá fóðurs gildi hjá Líflandi. Verð á fóðri hækkar í öllum tilfellum en breytilega eftir tegundum. Breytingarnar skýrast að mestu vegna erlendra aðfangahækkana.
29.10.2021
Dagana 29. október til 6. nóvember verðum við í framkvæmdaskapi og því verður fjöldi rekstrarvara á frábærum tilboðum!
26.10.2021
Föstudaginn 22. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem nemar í bakaraiðn kepptu sín á milli. Það var hún Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakaríi sem stóð uppi sem sigurvegari, Finnur Guðberg Ívarsson frá Kökulist lenti í öðru sæti og Matthías Jóhannesson frá Passion lenti í því þriðja.
11.10.2021
Samkomulag hefur náðst milli GEA Farm Technologies og Reime Landteknikk um að Lífland taki við innflutningi og þjónustu á vörum GEA Farm Technologies í Noregi. Í því skyni hefur Lífland stofnað norskt dótturfélag, Lifland Agri.