Karfan er tóm.
Heimagerðir skinkusnúðar með osti
Þessi uppskrift kemur frá Valgerði Gröndal - vallagrondal.is
Kornax Manitoba hveitð fær að njóta sín í þessari uppskrift og lætur snúðana hefast vel og verða stóra og loftmikla.
Að baka brauðmeti heima er bæði auðvelt og hagkvæmt. Yfirleitt er hægt að frysta afraksturinn og taka út eftir þörfum. Þessir dásamlegu skinkusnúðar eru ótrúlega vinsælir á mínu heimili og það er algert uppáhald að taka þá með í nesti. Og ef ég á þá til í frystinum gríp ég þá stundum þegar ég nenni ekki að elda og hef þá súpu með.
Manitoba hveitið frá Kornax er fullkomið í allan gerbakstur, hvort sem það er súrdeig eða bakstur með tilbúnu geri. Í því er hærra próteininnihald en í þessu rauða og það gerir það að verkum að afraksturinn verður mýkri og loftmeiri.
Innihald:
- 600g Manitoba hveiti frá Kornax
- 100g Heilhveiti frá Kornax
- 1 og 1/2 tsk. sjávarsalt (minnkið magn ef þið notið venjulegt borðsalt)
- 4 tsk. þurrger
- 20g sykur
- 4 dl. volgt vatn, um 38°C
- 1 dl. ólífuolía
- 200g smurostur, tegund eftir smekk
- 250g skinka, skorin í litla bita
- Rifinn ostur, tegund eftir smekk, ég nota um 200g í allt + auka til að dreifa yfir snúðana
- 1 egg
Aðferð:
- Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins með króknum. Setjið vatn og olíu saman við og látið vinna á hægum hraða í að minnsta kosti 5 mín.
- Takið deigið uppúr og mótið kúlu og setjið aftur í skálina og hyljið með plastfilmu. Látið hefast á hlýjum stað í 45 mín.
- Takið deigið uppúr og fletjið það út í ferhyrning.
- Smyrjið deigið jafnt með smurostinum.
- Stráið þá skinkunni yfir og dreifið rifnum osti yfir, passið að geyma ost til þess að strá yfir snúðana fyrir bökun. .
- Rúllið upp lengjunni og skerið í tvennt, og svo aftur í tvennt osfrv. Setjið snúðana á bökunarplötu klædda bökunarpappír með góðu millibili.
- Þegar allir snúðarnir eru komnir á plötu pensla ég þá með sundurslegnu eggi og dreifi rifnum osti yfir.
- Hitið ofninn í 40°C og setjið plöturnar inn. Úðið yfir snúðana með vatni og aðeins inn í ofninn. Látið hefast í ofninum í ca. 40 mín.
- Takið plöturnar út og hitið ofninn í 220°C. Setjið snúðana inn og bakið þar til osturinn er gylltur en það eru kannski 10 -12 mín, tíminn fer eftir ofnum.
- Þessi eru dásamlegir í nesti, barnaafmælið eða jafnvel súpum. Þeir geymast vel í frysti og þá er snjallt að hita þá upp í smá stund í ofninum.