Ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga
19.10.2010
Ný fóðurverksmiðja Líflands eykur samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar
þann 15 Óktóber 2010 var ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga í
Hvalfirði tekin formlega í notkun. Nýja verksmiðjan markar tímamót varðandi gæði og öryggi fóðurs, sóttvarnir og rekjanleika
afurða. Alger aðskilnaður er milli hráefna og hitameðhöndlaðrar vöru sem er forsenda öflugra sóttvarna gegn örverum. Fjárfesting í
verksmiðjunni nemur um 1,6 milljörðum króna. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust í júlí 2009 og alls störfuðu á annað
hundrað manns við byggingu hennar. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður rúmlega 60 þúsund tonn á ári.