Fara í efni

Fréttir

Jólastyrkur Líflands 2020

Lífland hefur undanfarin ár veitt styrk til góðgerðarmála í desember í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Að þessu sinni var ákveðið annað árið í röð að veita Umhyggju - Félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands.

Verslun Líflands opnaði á nýjum stað í Borgarnesi

Föstudaginn 11. desember opnaði Lífland verslun á nýjum stað í Borgarnesi, við Digranesgötu 6. (Við hliðina á Bónus).

Opnunartími verslana yfir jól og áramót 2020-2021

Verslanir Líflands verða opnar sem hér segir.

Hreindýrin í Húsdýragarðinum fá aðventuglaðning

Hreindýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík fengu á dögunum aðventuglaðning alla leið frá Finnlandi en Lífland flytur nú sérstaklega inn finnskt kjarnfóður og bætiefnastampa fyrir hreindýr sem ætlað er að styðja við heilbrigði hreindýranna sem þurfa nokkuð sérhæft fóður.

Lokað fimmtudaginn 10.des í Líflandi Borgarnesi

Vegna flutninga verður verslun Líflands í Borgarnesi lokuð fimmtudaginn 10. desember.

Verðhækkun á kjarnfóðri

Í gær, 3. desember, hækkaði verð á öllu fóðri sem Lífland framleiðir. Hækkanirnar eru breytilegar eftir fóðurtegund eða á bilinu 0,7-2,5%.

Verslun Líflands á Blönduósi opnar aftur eftir breytingar

Verslun Líflands á Blönduósi opnar aftur eftir breytingar Nú hefur ný og enn betri verslun Líflands á Blönduósi opnað aftur eftir miklar breytingar undanfarnar vikur. Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum sem eiga leið um Blönduós í dag upp á nýlagað kaffi og konfekt.

Sigurvegari í Smákökusamkeppni Kornax 2020

Nú er búið að dæma í Smákökusamkeppni kornax og að þessu sinni voru það gómsætar smákökur sem heita Mjúkar Brownie með Dulche de leche en það var hún Margrét Kjartansdóttir sem sendi inn uppskriftina af þeim.

Lokað í verslun Líflands á Blönduósi mánudaginn 23. nóvember.

Á mánudaginn 23.nóvember verður verslunin lokuð en ef þörf er á fóðri eða öðrum nauðsynjavörum er hægt að hafa samband við Sævar verslunarstjóra í síma 843 6117.

Skiladagur liðinn í Smákökusamkeppni Kornax

Nú er skiladagur liðinn í Smákökusamkeppni Kornax 2020 og bárust næstum því 300 uppskriftir ásamt myndum í keppnina að þessu sinni! Í dag mun Sylvía Haukdal kökugerðarsnillingur sýna frá því þegar hún bakar fyrstu uppskriftina af þeim fimm sem eru komnar í úrslit.