Fara í efni

Fréttir

Lið Líflands sigraði í Þolreið LH 2022

Þolreiðarkeppni LH, Survive Iceland 2022 er lokið. Lið Líflands með Hermann Árnason í hnakknum bar sigur úr býtum. Keppnin þótti takast vel og við óskum Hermanni innilega til hamingju með sigurinn.

Lífland með lið í Þolreið Landssambands Hestamannafélaga 2022

Hermann Árnason, hestamaður af guðs náð mun keppa fyrir hönd Líflands í Þolreið LH sem fram fer 25.-28. ágúst um Landsveit, Rangárvelli og Fjallabak nyrðra.

Heysýnataka Líflands 2022

Líkt og undanfarin ár mun Lífland bjóða upp á heysýnatöku og greiningu þeirra í samstarfi m.a við Efnagreiningu ehf. Heysýni gefa upplýsingar um ástand og gæði gróffóðursins, sem er undirstaða fóðrunar á hverju búi.