Fara í efni

Fréttir

Landsliðið kynnt í verslun Lynghálsi

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 10. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur, eða allt frá úrtökunni sem fram fór um miðjan júní og mun liðsstjórinn Hafliði Halldórsson kynna fullskipað lið á miðvikudaginn kemur.

Vel heppnað opið hús

Föstudaginn 28.6 síðastliðinn var haldin kynning á samstarfi Líflands og Bændaþjónustunnar á Blönduósi. Lífland tók yfir rekstur Bændaþjónustunnar í byrjun mánaðarins og verður starfsemin rekin áfram með sama starfsfólki og svipuðum hætti og áður.