Karfan er tóm.
Starfsemi og rekstur
Stjórn
Stjórn Líflands skipa, , María Steinunn Þorbjörnsdóttir, Steinar Helgason og Þórarinn V. Þórarinsson.
Stjórnendur
Starfsemi Líflands er skipt upp í þrjú svið; Framleiðsla og dreifing, Sala og ráðgjöf og Fjármál.
Mannauðs og gæðastjóri ásamt markaðsstjóra heyra undir forstjóra. Framkvæmdastjórn Líflands skipa forstjóri, forstöðumenn sviða og mannauðs og gæðastjóri.
Forstjóri Líflands er Arnar Þórisson.
Fjármálasvið annast fjárreiður, reikningshald, innkaup og innheimtu.
Framleiðsla og dreifing annast framleiðslu á fóðri í fóðurverksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga í Hvalfirði. Einnig sér hún um dreifingu á allri lausavöru og pakkavöru fyrirtækisins ásamt því að reka vöruhúsið.
Sala og ráðgjöf annast ráðgjöf til viðskiptavina varðandi vörur fyrirtækisins, ásamt sölu í gegnum eigin verslanir og endursöluaðila.