Karfan er tóm.
Framleiðsla
Fóðurverksmiðja
Í verksmiðjunni á Grundartanga fer framleiðslan á fóðrinu fram í lokuðu, tölvustýrðu kerfi. Alger aðskilnaður er á milli hráefna og hitameðhöndlaðrar vöru sem er forsenda öflugra sóttvarna gegn örverum.
Fóðuruppskriftirnar sem Lífland notast við eru í stöðugri þróun og aðlagaðar eftir þörfum viðskiptavina og efnainnihaldi hráefnisins hverju sinni. Fóðurverksmiðja Líflands hefur í gegnum árin verið í samstarfi við Trouw Nutrition í Hollandi og nýtt sérþekkingu þeirra til þess að þróa uppskriftirnar.
Reglulega, samkvæmt skráðu verklagi, taka starfsmenn sýni af hráefnum, úr framleiðslulínu og af lokaafurð og senda til rannsóknar á Salmonellu og til efnagreiningar á viðurkennda rannsóknarstofu. Auk þess eru hreinlætis- og umhverfissýni reglulega send til greiningar á rannsóknarstofu.
Á Grundartanga er virk umhverfisvöktunaráætlun sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með. Þá er fylgst með loftgæðum, vatni, gróðri, dýrum o.fl. með reglubundnu millibili.
Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins Grundartanga