Fara í efni

Fréttir

Skrifstofa Líflands flytur

Þann 1. Júní flutti skrifstofa Líflands í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í Brúarvogi 1 – 3 í Reykjavík. Þar með hefur Lífland flutt alla sína starfsemi úr Korngörðum þar sem fyrirtækið hefur rekið sína starfsemi í áraraðir.

Fáksfatnaður

Fákur og Lífland brydda upp á þeirri nýung að bjóða sérmerktan fatnað fyrir Hestamannafélagið Fák sem að meðal annars verður Landsmótsfatnaður Fáksmanna. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í línunni og fá Fáksmenn afslátt af fatnaðinum auk þess sem að merkingin fylgir með. Fatnaðurinn er fyrirfram merktur svo að ekki þarf að bíða eftir merkingu eftir að flík er valin.

Keppnisfatnaður

Lífland hefur á síðustu misserum sótt í sig veðrið í sölu fatnaðar fyrir keppnisfólk í hestamennsku. Bjóðum við nú upp á nokkrar tegundir af hvítum og svörtum stígvélareiðbuxum, með og án stamrar bótar, frá Mountain Horse, Impact og Sonnenreiter.