Fara í efni

Áburður

Fáðu Líf í tún og akra!

Áburðarverðskrá Líflands fyrir vorið 2026 er nú komin í loftið!

>> Áburðarverðskrá Líflands - Vor 2026

LÍF áburður Líflands hefur nú verið fáanlegur á íslenskum markaði í  rúman áratug. Á þessum tíma hefur hann haslað sér völl sem raunhæfur og hagkvæmur valkostur þegar kemur að vali á áburði fyrir íslenskt ræktarland. Með samstarfi við Glasson Fertilizers í Bretlandi bjóðum við gæðalausnir sem tryggja bændum gott og næringarríkt fóður. Við viljum einnig nýta tækifærið og þökkum það traust sem sívaxandi hópur íslenskra bænda leggur á LÍF áburð Líflands og við hjá Líflandi leggjum áherslu á að standa undir því trausti!

Óvissa í kortunum

Vert er að minnast á ákveðnar blikur sem nú eru á lofti og vert er að gefa gaum. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst á undanförnum vikum og er í áframhaldandi veikingarfasa sem skapar aðstæður þar sem kostnaðarverð áburðar getur hækkað. Samhliða þessu eru nýjar reglur Evrópusambandsins, svokallað CBAM-kerfi (Carbon Border Adjustment Mechanism), að taka gildi um komandi áramót. Kerfið felur í sér kolefnisjöfnun á innflutning hráefna eins og áburðarefna inn á evrópska markaði. Á liðnu sumri tók einnig gildi refsitollaálag á innflutning áburðarefna frá Rússlandi og Belarús inn til Evrópusambandsins, sem ætlunin er að stighækki á næstu árum.  Þetta hefur þegar haft áhrif – framleiðendur og birgjar innan Evrópu eru farnir að hækka verð til að mæta auknum álögum og kostnaði vegna ofangreindra þátta.  

Í ljósi þessa má búast við að áburðarverð á evrópskum mörkuðum hækki enn frekar eftir áramót, sem mun hafa áhrif á samninga áburðarinnflytjenda við sína birgja. Því borgar sig að rýna áburðarþarfir og ganga frá pöntunum fyrr en síðar. Með því tryggja bændur sér hagstæðustu kjörin áður en markaðir verða að fullu búnir að bregðast við nýjum aðstæðum.

Hófstillt verðhækkun

LÍF áburður hækkar um 2% frá síðasta sölutímabili og er meginástæðan verðþróun á erlendum mörkuðum. Lífland hefur leitað allra leiða við að lágmarka fyrirsjáanlegar hækkanir, m.a. með því að gera framvirka samninga við áburðarbirgja. 

Endurbættar umbúðir

LÍF vörulínan kemur nú í endurbættum og betur merktum stórsekkjum sem mun auðvelda alla aðgreiningu og meðhöndlun. Allir vöruflokkar verða aðgreindir með ólíkum hankalit og stór hluti úrvalsins mun koma í sérmerktum sekkjum með auðlæsilegum vöruupplýsingum.

>> Kynntu þér nýja áburðarverðskrá 2025-2026 hér

>> Áburðarbæklingur frá vori 2025 *

*=Ein vörutegund, LÍF 20-5-12+Se+Nutricharge, verður ekki í fáanleg vorið 2026

Áburður fyrir íslenskar aðstæður

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á úrval sem hentar fjölbreyttum íslenskum jarðvegs- og ræktunarskilyrðum, bæði í selenbættum sem og óselenbættum vörutegundum. Við mælum með að bændur hugi vandlega að sýrustigi og kölkun samhliða gerð vandaðra áburðaráætluna. Kostnaðurinn við kölkun og gerð áburðaráætlana er fljótur að skila sér til baka og gott betur auk þess sem umhverfislegur ávinningur er mikill þegar leitað er leiða við að hámarka nýtingu áburðarefna eftir fremsta megni. 

Gott að tryggja sér áburð í tæka tíð

Við hvetjum bændur til að huga fyrr að sínum áburðarkaupum en ella og tryggja sér það magn og tegundir sem óskað er eftir. Til og með 15. febrúar 2026 verður hægt að ábyrgjast framboð allra tegunda en eftir það kann úrvalið að skerðast.

Eins og áður er allt úrvalið aðgengilegt á Jörð.is og hægt að vinna áburðaráætlun með Líf áburði Líflands.

Framleiðsla Líf áburðar

Líf áburðurinn er að mestu fjölkorna vara sem framleidd er af Glasson Fertilizers í Bretlandi og uppfyllir evrópska staðla. Líf áburðurinn er framleiddur í blöndunarstöð Glasson í Montrose í Skotlandi þaðan sem honum er jafnframt skipað út. Glasson rekur að auki blöndunarstöðvar í Lancaster, Birkenhead, Goole og Howden. Glasson Fertilizers er dótturfélag bresku landbúnaðarsamstæðunnar Wynnstay Group sem rekur sögu sína aftur til ársins 1917. Glasson Fertilizers hefur verið vaxandi á sviði fjölkorna blöndunar og er í dag annar stærsti aðilinn á breskum markaði og í stöðugum vexti. 

Við leggjum áherslu á viðskiptavininn

Hjá Líflandi er áhersla lögð á að mæta viðskiptavinum á sanngjarnan hátt ef eitthvað bregður út af varðandi vörugæði og er gæðafrávikum fylgt eftir eftir af festu. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru þegnar með þökkum og slíkar upplýsingar nýttar til að þróa vöruúrvalið til betri vegar og mikil áhersla lögð á að bæta alla ferla eins og kostur er. 

Um vöruna:

  • Lagt er upp úr að tryggja gott úrval áburðar aðlagað að íslenskum aðstæðum og efnaþörfum auk þess sem lagt er upp með að hafa gott kalsíumhlutfall í sem flestum tegundum til að draga úr sýringaráhrifum. 
  • Sterkbyggðir og þolgóðir stórsekkir með þykkum innri poka. skv. BS EN ISO 9001-2000 staðli sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður. 
  • Allur áburður húðaður með paraffínolíu til að auka flæði og minnka líkur á samloðun
  • Áburðurinn er framleiddur skv. staðli um umhverfisstjórnun ISO14001

Leitið tilboða

Endilega kynnið ykkur LÍF úrvalið og verið í sambandi við sölumenn okkar í fodur@lifland.is, í s. 540-1100 eða leitið til starfsmanna okkar í verslunum á landsbyggðinni, þ.e. Hvolsvelli, Selfossi, Borgarnesi, Blönduósi og Akureyri.  

>> Áburðarverðskrá 2025-2026

>> Áburðarbæklingur