Fara í efni

Appelsínukaka

Appelsínukaka

150 gr smjörlíki

150 gr sykur

2 egg

150 g Kornax hveiti

1 tsk lyftiduft

Börkur af einni appelsínu og safi úr ca hálfri

Hræra saman smjörlíki og sykri þar til áferð verður kremuð. Bæta út í eggjum, einu eggi í einu og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman. Bakað við ca 150°-170°C í ca 1 klst.