Fara í efni

Fréttir

Verðhækkun á fóðri

Í dag, 22. júlí, hækkar Lífland verð á öllu fóðri sem Lífland framleiðir um 1,5%. Veiking íslensku krónunnar á móti þeim gjaldmiðlum sem Lífland kaupir sín aðföng í er ein helsta ástæða þessarar hækkunar en auk þess hafa erlendar hækkanir á nokkrum lykilhráefnum áhrif.

Lífland leggur áherslu á þekkingarmiðaða þjónustu

Í fréttablaðinu í dag birtist áhugavert viðtal við Jóhannes Baldvin Jónsson deildarstjóra ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi þar sem hann fer meðal annars yfir nýja lausn frá Líflandi sem heitir Vistbót og dregur úr metanlosun jórturdýra.