Fara í efni

Bændafundir Líflands

Lífland mun halda sína árlegu fræðslufundi fyrir bændur í næstu viku. Fundirnir verða haldnir á sex stöðum á landinu. Á fundunum munu hollenskir sérfræðingar í fóðurráðgjöf og kúabúskap flytja erindi. sjá auglýsingu hér

Lífland mun halda sína árlegu fræðslufundi fyrir bændur í næstu viku. Fundirnir verða haldnir á sex stöðum á landinu.
Á fundunum munu hollenskir sérfræðingar í fóðurráðgjöf og kúabúskap flytja erindi.
sjá auglýsingu hér

Dagskrá fundanna verður að þessu sinni m.a. umfjöllun um notkun á heimaræktuðu byggi, samspil byggs og kjarnfóðurs og hvað ber að varast við byggnotkun. Þá verður fjallað um tímabilið frá geldstöðu til byrjunar á mjaltaskeiði hjá mjólkurkúm, afleiðing doða, neikvæðs orkujafnvægis og mismundandi holdstigs hjá mjólkurkúm. Einnig verða kynntar niðurstöður heysýnagreininga, en Lífland lætur greina fjölda heysýna á hverju ári hjá rannsóknarstöðinni BLGG í Hollandi.

 

 

Þetta er fimmta árið sem Lífland heldur þessa fræðslufundi fyrir bændur. Að þessu sinni munu fundirnir verða haldnir á Flúðum, Hvolsvelli, Hvanneyri, Blönduósi. Varmahlíð og Akureyri.