Fara í efni

Fréttir

Lífland lækkar kjarnfóðurverð um 3%

Þann 1. október næstkomandi lækkar kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 3%. Lækkunin nú er tilkomin vegna hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði. Þann 1. september s.l. lækkaði kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 2% og er þetta því önnur lækkunin á rétt rúmu mánaðartímabili.

Haustbæklingur Líflands


30% kynningarafsláttur ARION Original fóðri


Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Lífland mun þann 1. september lækka verð á kjarnfóðri um 2%. Um leið mun verð á helstu hráefnum lækka, mismikið eftir tegundum.