Fara í efni

Vinningsuppskriftir 2025

1. sæti

Piparkökur í sparifötum

Piparkökuskálar
250 g Kornax hveiti
125 g smjör
250 g púðursykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
½ tsk Matarsódi
½ tsk Engifer
1 tsk Kanill
1 tsk Negull

Aðferð:
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda, kanil, engifer, negul og salt í skál.
Þeytið saman smjör og púðursykur, bætið egginu út í og þeytið.
Bætið þurrefnablöndunni saman við og hrærið.
Kælið deigið í nokkrar klukkustundir.
Spreyið mini muffinspönnuna.
Útbúið kúlur úr deiginu, ca. 10 g.
Mótið skálar með því að þrýsta deiginu í formið.
Bakið í ca. 9 mínútur og takið pönnuna úr ofninum og endurmótið skálarnar varlega með áhaldi.
Bakið í 1–2 mínútur til viðbótar.
Leyfið skálunum að hvíla aðeins í forminu en takið þær svo úr og leyfið þeim að kólna á grind.

Smjörkrem
250 g flórsykur
120 g smjör mjúkt
1 egg
2 tsk vanilludropar

Aðferð:
Þeytið smjörið mjög vel – bætið flórsykri, eggi og vanillu saman við og þeytið í 10 mínútur eða þar til kremið verður mjög létt í sér.

Karamella
25 brúnar Góu karamellur
Smá rjómi

Aðferð:
Bræðið karamellur í smá rjóma í litlum potti.

Súkkulaði
100 g Góu suðusúkkulaði

Aðferð:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

Samsetning
Leyfið piparkökuskálunum að kólna.
Setjið botnfylli af bræðdri karamellu í hverja piparkökuskál.
Því næst smyrjið þið smjörkreminu ofan í hverja skál og dýfið ofan í bráðið súkkulaði.
Passið að súkkulaðið sé ekki of heitt því annars gæti smjörkremið bráðnað.
Athugið að uppskrift af kremi og karamellu miðast við sirka 30 kökur.

Höfundar:
Jón Hjörtur Hjartarson og Eygló Ósk Jónsdóttir

2. sæti

Hátíðar Maltkökur

KÖKUR:
150 g SMJÖR
150 g PÚÐURSYKUR
1 EGG
1 msk MALT SÍRÓP
180 g KORNAX HVEITI
1 tsk NATRON
1 tsk VANILLUSYKUR

FYLLING:
100 g GÓA KARAMELLUR
3 msk RJÓMI
2 tsk MALT SÍRÓP
15 g SMJÖR
Smá SALT
LINDU SUÐUSÚKKULAÐI

AÐFERÐ:

Hitið ofn í 180°C.
Þeytið smjör og púðursykur, bætið eggi og maltsírópi við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda og vanillusykri og blandið við blautefnin.
Mótið 5 g kúlur, raðið á plötu og bakið í 8 mín.
Bræðið karamellur og rjóma, bætið maltsírópi, smjöri og salti við og kælið.
Bræðið suðusúkkulaði og dýfið botni hverrar köku í það.
Þegar allt er kalt: sprautið karamellufyllingu á súkkulaðibotn og setjið aðra köku ofan á.
Skreytið með þunnum súkkulaðislettum.

Höfundur:
Marína Björk Halldórsdóttir

 

3. sæti

Jólakossar

6 g mulin kardimommufræ
500 g KORNAX hveiti
240 g ósaltað smjör
börkur af 3 appelsínum
2 msk grand marinier
200 g flórsykur (þarf meiri flórsykur til að sigta yfir hluta af kökunum)
1 ½ msk kalt vatn
2 eggjarauður

Aðferð:
Hveiti og kardimommufræin, sem búið er að mylja í fínt duft í morteli, sett í hrærivélina. Fínt rifinn appelsínubörkurinn settur í litla skál og grand marinier hellt yfir. Smjörið sett út í hveitið í litlum bútum ásamt appelsínuberkinum og hnoðað saman þar til það er orðið að hálfgerðri mylsnu. Þá er flórsykrinum bætt út í og síðast eggjarauðunum og vatninu. Hnoðað þar til deigið er jafnt og fallegt. Setjið í poka og kælið í amk 15 mín áður en farið er að gera kökurnar.
Hitð ofninn í 180 gráður.
Setjið bökunarpappír á plötu og takið deigið úr kæli og fléttið út frekar þunnt. Stingið út kökur með annað hvort litlu glasi eða kökumóti og notið annað hvor lítið kökumót eða sprautustút til að stinga göt á helminginn af kökunum. Bakið í ca 8–10 mín í miðjum ofni. Kælið kökurnar á grind. Kökurnar sem eru með gati eru settar sér á bökunarpappír og flórsykur sigtaður yfir til að fá hvítt og fallegt útlit

Kremið:
1 dl sykur
1 dl vatn
3 eggjarauður
½ dl rjómi
100 gr LINDU súkkulaði
150 gr BINGÓ KÚLUR
½ tsk salt
300 g ósaltað smjör

Sykur og vatn soðið í síróp. Eggjarauður þeyttar vel og sírópinu hellt út í í mjórri bunu. Rjóminn hitaður og suðusúkkulaði og bingókúlur bræddar í honum, tekur smá tíma en best að hræra vel svo áferðin verði jöfn. Súkkulaðiblöndunni hellt út í hræruna og að lokum er smjörið þeytt vel út í kremið. Gott að kæla kremið aðeins áður en kossarnir eru settir saman, ein heil kaka og ein með gati í miðjunni.

Höfundur:
Hrefna Aradóttir