Fara í efni

Fréttir

Jólaleikur

Ó já, jólastemningin læddi sér inn um bréfalúguna á skrifstofu Landsmóts í morgun með jólatónlist, kertaljósi og piparkökum í bunkum.  Við viljum því endilega minna ykkur á jólaleikinn okkar sem fór í gang um leið og miðasalan hófst. Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur.

Viðburðir í verslunum Líflands fram að jólum


Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um lækkun á kjarnfóðri.  Lækkunin nemur allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Ástæða verðbreytingarinnar er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar. Þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið eru miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 540-1100. Virðingarfyllst, F.h. Líflands Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri

Opið hús

Bændaþjónustan, Efstubraut 1, Blönduósi verður með opið hús (vörukynningu) laugardaginn 12.nóvember Ráðgjafar frá Líflandi og Gæðavörum verða á staðnum.  Ýmis tilboð í tilefni dagsins.  Léttar veitingar í boði  Allir hjartanlega velkomnir.  Eymundur og Hái

Fræðslufundir fyrir kúabændur

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku. Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska  fyrirtækið Trouw Nutriton. Dagskrárefni að þessu sinni var „Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein – hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?“. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. 

Landsmót 2012


Bændafundir Líflands

Fundir haldnir Þriðjudaginn 18. október Hótel KEA, Akureyri kl.11:00   Miðvikudaginn 19. október Í sal Samstöðu, Blönduósi kl.13:00 Hótel Hamar, Borgarnesi kl.20:10      Fimmtudaginn 20. október Hótel Flúðir kl.11:00 Hótel Hvolsvöllur kl.20:00  

Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um lækkun á kjarnfóðri.  Lækkunin nemur allt að 4%, mismunandi eftir tegundum. Ástæða verðbreytingarinnar er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna nýrrar uppskeru. Þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið eru miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir á næstu vikum/mánuðum. Lækkunin tók í gildi fimmtudaginn 1. september 2011. Virðingarfyllst, F.h. Líflands Bergþóra Þorkelsdóttir  framkvæmdastjóri

20% afsláttur á öllu rafgirðingaefni

20% afsláttur á öllu rafgirðingaefni til 15.september. Innifalið í tilboðinu eru allir rafgirðingaspennar og allir íhlutir s.s. hliðhandföng, randbeitarborðar og –þræðir, randbeitarstaurar, boltatengi, álstrekkjarar, einangrar o.mfl. Nú er tilvalið að nýta sér þennan frábæra afslátt. Undanþegið afslætti eru holta- og mýrarstaurar, tréstaurar og þanvír.

Sveitasæla í Skagafirði

Landbúnaðarsýning og bændahátíð verður haldin laugardaginn 20 ágúst Í Reiðhöllinni, Svaðastöðum á Sauðárkróki.  Þar verður Lífland með myndarlegan bás og að sjálfssögðu myndarlega starfsmenn til skrafs og ráðagerða með bændum og öðrum gestum.   Ef þið eigið leið um Skagafjörðinn er um gera að líta við.   Kær kveðja starfsfólk Líflands