Fara í efni

Fréttir

Verðhækkun á kjarnfóðri

Í dag, 1. mars, hækkar verð á fjölmörgum kjarnfóðurtegundum sem Lífland framleiðir um 0,25-3,8%, breytilegt eftir tegundum. Nokkrar tegundir standa í stað og taka ekki hækkun.

Tilboðsdagar í Líflandi allt að 60% afsláttur

Nú erum við að rýma fyrir nýjum vörum og erum því með frábær tilboð á glæsilegum fatnaði frá öllum helstu merkjunum okkar.

Tilboðsdagar í mars á geldstöðuvörum

Í mars ætlum við að vera með 20% afslátt af geldstöðuvörum. Við vitum að ef eitthvað tímabil skiptir máli í fóðrun kúa eru það fyrstu 3 mánuðir í lífi kálfs, 8 vikur fyrir burð og 6 vikur eftir burð. Fóðrunin á þessum tímabilum er flókin og mjög ólík

Notkun hjálma getur bjargað mannslífum

Munum að endurnýja þá reglulega, jafnvel þó ekki sjái mikið á þeim. Hér má sjá leðbeiningar um hversu oft þarf að skipta út hjálmum svo að þeir séu öruggir og veiti þá vernd sem ætlast er til af þeim þegar á þarf að halda.

Öryggisdagar í verslunum Líflands 19.-27.febrúar

Við viljum styðja við notkun öryggisbúnaðar og bjóðum allt að 20% afslátt af öryggisvörum í verslunum okkar dagana 19.– 27. febrúar.

Meistaradeild Líflands - Slaktaumatölt úrslit

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og hestur hennar Óskar frá Breiðstöðum sigruðu Slaktaumatöltið. Þau voru með nokkuð örugga forystu eftir forkeppni með einkunnina 7,97 og enduðu sem sigurvegarar í úrslitum með einkunnina 8,20.

Meistaradeild Líflands og æskunnar 2021

Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hrímnisfjórgangurinn fór fram á sunnudaginn. Sigurvegari var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á Þyt frá Stykkishólmi með 6,73 í einkunn.