21.03.2012
2 apríl mun Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari og reiðkennari aðstoða
viðskiptavini Líflands Lynghálsi við val á hestavörum frá 16.00 til 18.00.
4 apríl mun Þórdís Erla Gunnarsdóttir reiðkennari og tamningamaður aðstoða viðskiptavini Líflands
Lynghálsi við val á hestavörum frá 16.00 til 18.00.
20.03.2012
Lífland var að hefja sölu á nýrri tegund af hestafóðri sem heitir Máttur og er fyrir holdgranna hesta
til fitunar.
Aðalmunur á innihaldi milli Krafts og Máttar er aukið innihald
af Maís –
Melassa – Soja og Olíu, sama innihald er af Höfrum, en minna magn af Hveiti –
Hveitiklíði – og Graskögglum.
13.03.2012
Vegna hagstæðra innkaupa á spæni lækkar Lífland verðið á 25 kg balla niður í kr.
2.290,- Spónninn er framleiddur hjá Staben í Svíþjóð og er ofnþurkkaður og mjög rakadrægur.
Spónaflögurnar eru ekki of grófar því hentar hann einkar vel sem undirburður undir hross.
13.03.2012
Lífland hefur á síðustu misserum sótt í sig veðrið í sölu fatnaðar fyrir keppnisfólk í
hestamennsku.Bjóðum við nú upp á nokkrar tegundir af hvítum og svörtum
stígvélareiðbuxum, með og án stamrar bótar, frá Mountain Horse, Impact og Sonnenreiter. Sonnenreiter hefur nýlega hafið sölu á
þunnum softshell buxum sem slegið hafa í gegn í Evrópu og bjóðum við upp á þessar buxur í hvítum og svörtum lit sem
stígvélabuxur því að ekki vilja allir klæðast hvítum buxum í keppni.
06.03.2012
Tilboðsverð á öllum bætiefnum.
Föstudaginn 9. mars ætlar Búaðföng á Hvolsvelli að halda sérstakan bætiefnadag.
Öll bætiefni frá Líflandi verða þá seld á tilboðsverði.
Starfsmenn Líflands verða á staðnum og veita ráðgjöf um val á bætiefnum.
Léttar veitingar verða í boði.
Allir velkomnir.