Fara í efni

Fréttir

Gæludýradagar

Helgina 24.-25. febrúar verða Gæludýradagar í verslunum Líflands. Meðlimir í Gæludýraklúbbi Líflands fá 20% afslátt af öllum gæludýravörum og Arion Premium fóðrinu vinsæla. Ef þú ert ekki orðinn meðlimur þá getur þú skráð þig með því að smella hér eða í verslunum okkar Lynghálsi og Lónsbakka Akureyri. 

Nafnbreyting á Propeller

Hin áhrifaríka súrdoðavörn Propeller hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Pro-Keto. Eiginleikar vörunnar eru alveg þeir sömu og áður. Eins og margir bændur vita, þá er Pro-Keto mjög lystugur vökvi, sem bæði er hægt að gefa með fóðri í kjarnfóðurbás, eða að hella yfir heyið. Reynslan sýnir að Pro-Keto hefur mjög jákvæð áhrif á orkubúskap kýrinnar og styrkir ónæmiskerfið einnig gegn öðrum kvillum en súrdoða, svo sem júgurbólgu, frjósemis- og klaufavandamálum.

Stein- og bætiefnafötur fyrir hesta.

Vorum að fá nýja sendingu af Brighteye stein- og bætiefnafötum fyrir hesta. 20 kg fötur með handfangi. Brighteye föturnar henta afar vel fyrir útigang og reiðhesta á húsi. 2 gerðir í boði, venjuleg hestafata og hestafata með hvítlauk Brighteye bætiefnaföturnar innihalda melassa og ríkulegt magn af nauðsynlegum steinefnum, snefilefnum og vítamínum.Melassinn gerir blönduna lystuga.Brighteye föturnar henta hvort heldur sem er utan eða innan dyra. Sjá nánar smella hér