Fara í efni

Brún lagkaka

Brún lagkaka

 220 gr strásykur

220 gr púðursykur

440 gr smjörlíki

440 gr Kornax hveiti

6 egg

2 tsk negull

2 tsk matarsódi

4 tsk kanill

Hræra saman smjörlíki, púðursykri og sykri þar til áferð verður kremuð. Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu. Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.

Bakað á ofnplötum við ca 200°C

 

Krem:

150-200 gr smjörlíki

5 dl flórsykur

1 egg

2-4 tsk vanilludropar

Öllu hrært vel saman