09.03.2017
Lífland hóf innreið sína á áburðarmarkaðinn og markaðssetti áburð í fyrsta sinn snemma á liðnu ári. Voru þá fluttar inn átta vörutegundir. Almenn ánægja var með áburðinn á liðnu vori og reyndist hann mjög ryklítill og dreifigæðin voru með ágætum. Nú hefur úrvalið verið aukið og er boðið upp á tólf vörutegundir áburðar í ár.