Karfan er tóm.
Þjónusta og ráðgjöf
Við leggjum okkur fram um að þjónusta og aðstoða viðskiptavini okkar eftir fremsta megni.
Tækjadeild Líflands
Lífland er umboðs- og þjónustuaðili fyrir GEA Farm Technologies sem hefur framleitt mjaltaþjóna og búnað fyrir bændur í tugi ára með góðum árangri. Tækjadeild Líflands í samstarfi við sérfræðinga GEA veita sólarhringsþjónustu allan ársins hring. Lífland hefur einnig um árabil boðið upp á heildarlausnir við innréttingar á fjósum og gripa- eða fuglahúsum.
Landbúnaðarsvið Líflands
Starfsfólk landbúnaðarsviðs Líflands leitast við að miðla af þekkingu sinni og aðstoða bændur við val á áburði, sáðvöru, heyverkunarvörum, girðingavörum og öllu því sem viðkemur rekstri í landbúnaði. Lífland hefur um árabil boðið upp á heysýnatöku og greiningu þeirra.
>> Heysýnataka og fóðurráðgjöf
Útgefið efni
Á hverju ári gefum við út bæklinga með ítarlegum upplýsingum um vörur okkar og þjónustu.