Fara í efni

Smábrauð

Smábrauð

 300 gr Kornax hveiti

2½ dl mjólk

60 gr rifinn parmigiano ostur

60 gr sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir

½ dl ólífuolía

1 msk saxað ferskt timian, óregano eða dill

1 msk lyftiduft

1 tsk salt

¼ tsk pipar

1 stk egg

Hrærið saman mjólk, eggi og ólífuolíu. Bætið parmigiano osti, sólþurrkuðum tómötum og kryddjurtum út í. Blandið því næst Kornax hveiti, lyftidufti, salti og pipar saman og bætið því út í mjólkina. Hrærið.

Setjið deigið í 12 smurð smáform eða pappírsform og bakið við 190°C í um 20 mínútur.