Fara í efni

Skúffukaka Kornax

Skúffukaka Kornax

410 gr Kornax hveiti

490 gr sykur

190 gr smjörlíki

3 egg

5 gr salt

5 gr matarsódi

10 gr lyftiduft

75 gr kakó

375 ml mjólk

Hræra saman smjörlíki og sykri þar til áferð verður kremuð.  Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu.  Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.

Bakað í ofnskúffu við 180°C í ca 20-25 mín.

 

Krem:

600 gr flórsykur

100 gr brætt smjörlíki

60 gr kakó

2 egg

Heitt vatn eftir þörfum

Óhætt er að helminga kremið fyrir þá sem ekki vilja mikið krem.