Fara í efni

Byggbollur

Byggbollur

Uppskriftir úr íslensku Byggi, Kornax heilhveiti og Kornax hveiti

 5 dl volgt vatn

5 dl volg mjólk

50 gr þurrger

200 gr Kornax heilhveiti 

400 gr íslenskt bygg frá Þorvaldseyri

850 gr Kornax brauðhveiti (blátt)

1 dl olía

5 tsk salt

4 tsk púðursykur eða hrásykur

 Leggið í bleyti 400 gr byggmjöl í 4 dl vatn í ca 20 mín.

Hitið mjólkina (37°C) setjið gerið saman við og setjið í hrærivélaskál.

Blandið saman restinni af þurrefnunum ásamt byggmjölinu (sem búið var að leggja í bleyti), hnoðið saman þar til deigið verður seigt og gljáandi. Látið deigið lyfta sér undir klút í ca 30 mín.

Hnoðið deigið aftur upp í höndunum (stundum þarf að bæta meira af Kornax hveiti saman við) mótið bollur úr deiginu og setjið á vel smurða plötu og látið bollurnar lyfta sér í ca 45 mín.

Bakið við 200°C í 30-35 mín.

Gott ráð í brauðabakstri; þegar brauðið er fullhefað er gott að úða aðeins vatni yfir brauðið áður en það er sett í ofninn, þá fær það betri skorpu.