Lífland kaupir verslunarhúsnæði á Blönduósi
05.09.2025
Á dögunum var undirritaður samningur um kaup á verslunarhúsnæðinu að Efstubraut 1 á Blönduósi. Húsnæðið er um 750 fermetrar að stærð og hefur hluti þess verið í leigu hjá Líflandi um árabil. Afhending fór fram 1. september.