Fara í efni

Fréttir

Haustútsala í Líflandi

Nú stendur yfir haustútsala í Líflandi og er stórlækkað verð á völdum fatnaði, hestavarningi, gæludýravörum og mörgu fleira. Kíktu til okkar á Lynghálsi eða Lónsbakka, Akureyri og græjaðu þig fyrir veturinn.

Landsliðið kynnt í verslun Lynghálsi

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 10. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur, eða allt frá úrtökunni sem fram fór um miðjan júní og mun liðsstjórinn Hafliði Halldórsson kynna fullskipað lið á miðvikudaginn kemur.

Vel heppnað opið hús

Föstudaginn 28.6 síðastliðinn var haldin kynning á samstarfi Líflands og Bændaþjónustunnar á Blönduósi. Lífland tók yfir rekstur Bændaþjónustunnar í byrjun mánaðarins og verður starfsemin rekin áfram með sama starfsfólki og svipuðum hætti og áður.

Innköllun á Uvex hjálmum

Þýska fyrirtækið Uvex hefur í kjölfar álagsprófana ákveðið að innkalla Uvex Exxential (áður Uvision) hjálma sem hafa verið seldir í verslunum Líflands.

Þar sem margir staurar koma saman...

... þar er girðing. Kynntu þér girðingaefni Líflands í bæklingnum hjá okkur.

Lífland tekur yfir rekstur Bændaþjónustunnar

Lífland hefur tekið yfir rekstur Bændaþjónustunnar í Skagafirði af Eymundi Þórarinssyni, sem rekið hefur fyrirtækið um árabil. Auk starfsemi Bændaþjónustunnar í Varmahlíð og þjónustu við bændur í Skagafirði hefur verið starfrækt verslun á Blönduósi undir styrkri stjórn Hávarðar Sigurjónssonar. 

Welcome to our page

Our webpage is under constant review and we strive to provide good service on the Internet to our foreign customers. Most of our products are available in our online store. However our sales team is also always available via email (lifland@lifland.is) and telephone (+354-540-1100).

Rúllaðu upp sumrinu

Góður heyfengur gefur fyrirheit um góðar afurðir og við hjálpum þér að rúlla upp sumrinu með Megastretch rúlluplasti.

Kynning á vörum Backaldrin

Föstudaginn 10.maí 2013 milli 16 - 18 mun sérfræðingur frá austurríska fyrirtækinu Backaldrin heimsækja okkur og kynna vörur fyrirtækisins.

Ný og endurbætt HIMAG fata

Við höfum endurbætt hina vinsælu HIMAG bætiefnafötu. Nýja fatan er með auknu fosfórmagni og svarar því kalli bænda um aukið fosfórmagn á mestu þurrkasvæðum landsins.