Fara í efni

Fréttatilkynning frá Líflandi – verðbreyting á kjarnfóðri

Eins og kunnugt er þá hækkaði Lífland verð á kjarnfóðri um 1,5 – 4% nú í byrjun desembermánaðar. Í fréttatilkynningu sem þá var send út sagði að „á síðustu mánuðum hefur verð á nokkrum helstu hrávörum hækkað talsvert. 

Eins og kunnugt er þá hækkaði Lífland verð á kjarnfóðri um 1,5 – 4% nú í byrjun desembermánaðar.
Í fréttatilkynningu sem þá var send út sagði að „á síðustu mánuðum hefur verð á nokkrum helstu hrávörum hækkað talsvert. 

Einnig hefur íslenska krónan veikst nokkuð á sama tíma.“

Lífland hækkaði síðast kjarnfóður þann 28. september síðastliðinn. Frá þeim degi og til og með 30. nóvember hefur þróun hráefnaverðs og gengis verið með eftirfarandi hætti:

Krónan hefur á þessu tímabili veikst gagnvart Evru um 2,2%.
Verð á hveiti í Evrópu hefur hækkað um 3,5% á þessu tímabili.
Verð á maís í Evrópu hefur hækkað um 6,6% á þessu tímabili.
Raunverð á sojamjöli (brasilísku) í Evrópu hefur lækkað um 5,8% á þessu tímabili.

Þetta eru þær forsendur sem liggja til grundvallar þeirri hóflegu 1,5 – 4% hækkun fóðurs sem við tilkynntum sl. mánudag.
Lækkun á verði sojamjöls er afar jákvæð og gerir það að verkum að hægt er að halda hækkuninni núna í lágmarki. Á hitt ber að líta að sojamjöl er aðeins eitt af fjölmörgum hráefnum í kjarnfóðri og þarf að vera þar í góðu jafnvægi við önnur hráefni sem saman gera úrvals fóður.

Í magni talið notum við mun meira hveiti í okkar uppskriftir en sojamjöl. Sömuleiðis er notaður meiri maís en sojamjöl. Hækkunin sem orðið hefur á hveiti og maís vegur því miður þyngra en sú lækkun sem orðið hefur á sojamjöli. Gengisþróunina þekkjum við svo öll og áhrif hennar.

Virðingarfyllst,

Eggert Jónasson, innkaupastjóri