Karfan er tóm.
Sigurvegari Kornax mótsins
01.02.2013
Kornax mótinu 2013 - Skákþingi Reykjavíkur lauk í
kvöld og fór verðlaunaafhendingin fram í kvöld í Taflfélagi Reykjavíkur. Fidemeistarinn Davíð Kjartansson sigraði með 8 vinninga
úr 9 skákum og hlýtur þar með titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 2013“, en hann hampaði titlinum einnig árið 2008.
Kornax mótinu 2013 - Skákþingi Reykjavíkur lauk í
kvöld og fór verðlaunaafhendingin fram í kvöld í Taflfélagi Reykjavíkur. Fidemeistarinn Davíð Kjartansson sigraði með 8 vinninga
úr 9 skákum og hlýtur þar með titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 2013“, en hann hampaði titlinum einnig árið 2008.
Í 2. sæti varð Omar Salama með 7,5 vinning og í 3. sæti Mikael Jóhann Karlsson með 7 vinninga.
Keppendur voru 63 talsins og teflt var í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Nánari umfjöllun má finna á vef Taflfélags Reykjavíkur.