Fara í efni

Uppákomum í verslunum Líflands fyrir jólin.

  Lífland býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf fagfólks og aðrar uppákomur í verslunum sínum fyrir jólin líkt og síðustu ár. 



 
Lífland býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf fagfólks og aðrar uppákomur í verslunum sínum fyrir jólin líkt og síðustu ár. 

 

Jólagjöfina fyrir hestamanninn finnið þið hjá Líflandi. Mountain Horse vetrarlínan er þegar að slá í gegn og Sonnenreiter vörurnar svíkja engan.

Við bendum jólasveinum á mikið úrval smágjafa á vægu verði til að gefa þægum börnum í skóinn. 


Föstudagur 21. Desember

Reykjavík

Viðar Ingólfsson landsliðsknapi og tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 16 - 19

 

Laugardagur 22. Desember

Reykjavík

Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamningamaður og reiðkennari mun aðstoða viðskiptavini Líflands, Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 12 - 16

Rúnar Þór Guðbrandsson, hönnuður Hrímnishnakkanna mun kynna vörur sínar í Líflandi Lynghálsi frá 13 - 18

Akureyri

Baldvin Ari Guðmundsson tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands á Akureyri við val á reiðtygjum frá 14 - 17

 

Sunnudagur 23. Desember

Reykjavík

Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari og reiðkennari mun aðstoða viðskiptavini Líflands Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 12 - 16

Missið ekki af tækifærinu til að leita í reynslubanka þessa fagfólks.

Gleðilega hátíð,
Starfsfólk Líflands Lynghálsi og Akureyri