31.05.2023
10 ára afmælisfögnuður Líflands Blönduósi verður haldinn í versluninni frá kl. 16-18 fimmtudaginn 1. júni. Allir velkomnir. Happdrætti, afslættir, lifandi tónlist, afmæliskaka og pylsur og gos. Hlökkum til að sjá sem flesta.
30.05.2023
Laugardaginn 3. júní frá kl. 13-17 verður opið hús í kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem tilgangurinn er að fræða almenning um búskapinn. Lífland selur allt fóður til búsins auk þess sem stór hluti búnaðar í nýju eldishúsunum er frá Líflandi og verða tengliðir fyrirtækisins á staðnum.
19.05.2023
MÁTTUR er úrvals kjarnfóður fyrir hross sem þarf að byggja upp. Nú fæst MÁTTUR á 20% afslætti til 4. júní.
17.05.2023
Kominn er út upplýsingabæklingur um girðingarefni Líflands 2023. Lífland býður upp á landsins mesta úrval af girðingarefni. Kynntu þér úrvalið
11.05.2023
Á Grænum dögum í Líflandi færðu grasfræ, áburð, hanska og verkfæri í úrvali fyrir vorverkin! 15-20% afsláttur af fjölda vara.
11.05.2023
Í tilefni mæðradagsins sem er á sunnudaginn þá bjóðum við 20% afslátt af öllum fatnaði og fylgihlutum frá Ariat og Kingsland 11.-14. maí
27.04.2023
Lífland óskar sauðfjárbændum góðs gengis í sauðburðinum, með von um gott og veðursælt vor. Munið að góður undirbúningur og fyrirhyggja skiptir höfuðmáli á ögurstundu og getur sparað handtökin til verka sem ekki verður slegið á frest.
24.04.2023
Nýtt fjós var tekið í notkun í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með mikið af búnaði frá Líflandi. Tveir GEA 9500 mjaltaþjónar af fullkomnustu gerð, sílótankur frá Japy, GEA flórsköfuþjarkur o.fl.
17.04.2023
Lífland er stoltur bakhjarl Meistaradeildar Líflands og æskunnar en spennandi lokamótið fór fram um helgina þar sem stigahæsti knapi vetrarins varð Ragnar Snær Viðarsson.
14.04.2023
Nú eru hafnir Keppnisdagar í verslunum Líflands og netverslun og standa til 23. apríl. 15-20% afsláttur af fjölda vara tengdum keppnum hestamannsins.