Fara í efni

Fréttir

Lífland styrkir Knattspyrnufélag Árborgar

Lífland hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnufélag Árborgar. Með undirritun samningsins mun Lífland styðja við það blómlega starf sem knattspyrnudeildin heldur úti.

Útivistardagar

Útivistardagar verða í verslunum Líflands og vefverslun 5.-12. júlí. 20% afsláttur af miklu úrvali af útivistarfatnaði fyrir íslenskt sumar

Umferðarlokanir við verslun á Lynghálsi

Gatan Lyngháls verður lokuð í dag mánudaginn 3.júlí vegna malbikunarvinnu. Hægt verður að komast að verslun Líflands með því að keyra inn fyrir neðan húsið og upp ramp til hliðar við húsið.

Nýr forstjóri Líflands og tvö ný inn í framkvæmdastjórn félagsins

Arnar Þórisson hefur verið ráðinn forstjóri Líflands frá og með 1. júlí næstkomandi og tekur hann við af Þóri Haraldssyni sem gegnt hefur stöðu forstjóra félagsins í rúm tuttugu ár.

Verslanir Líflands lokaðar 17. júní

Allar verslanir Líflands verða lokaðar á þjóðhátíðardegi Íslendinga laugardaginn 17. júní.

Country dagar

Country dagar verða í verslunum Líflands og vefverslun 15.-22. júní. 25% kúrekaafsláttur verður af nýju flottu Countrylínunni frá Ariat auk þess sem kúrekahattar verða einnig með afslætti

Nýr vörulisti matvælasviðs Líflands

Nýr vörulisti matvælasviðs Líflands- Kornax/Nesbúeggja er kominn út og má finna hér á síðunni. Ýmsar nýjungar má finna í vöruvalinu.

Lífland á Blönduósi 10 ára

10 ára afmælisfögnuður Líflands Blönduósi verður haldinn í versluninni frá kl. 16-18 fimmtudaginn 1. júni. Allir velkomnir. Happdrætti, afslættir, lifandi tónlist, afmæliskaka og pylsur og gos. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Opið hús í kjúklingabúinu Vor

Laugardaginn 3. júní frá kl. 13-17 verður opið hús í kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem tilgangurinn er að fræða almenning um búskapinn. Lífland selur allt fóður til búsins auk þess sem stór hluti búnaðar í nýju eldishúsunum er frá Líflandi og verða tengliðir fyrirtækisins á staðnum.

MÁTTUR – hestafóður á tilboði!

MÁTTUR er úrvals kjarnfóður fyrir hross sem þarf að byggja upp. Nú fæst MÁTTUR á 20% afslætti til 4. júní.