Fara í efni

Nýtt sérþróað múslífóður fyrir íslenska hestinn á HM!

Á Pavo básnum á HM íslenska hestsins í Hollandi er fóðrið EasyPower kynnt til sögunnar, en það er múslífóður sem sérsniðið er að þörfum íslenska hestsins og er ætlað hestum sem þurfa að skila árangri á keppnis- og æfingabrautinni.

Við hvetjum íslenska gesti heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Oirschot til þess að líta við á Pavo básnum og þiggja þar ókeypis ráðgjöf og kaffibolla. Á föstudag, laugardag og sunnudag er upplagt að spyrja um Rob Krabbenborg sérfræðing Pavo í hestafóðrun og vöruþróun en Rob er bæði eigandi íslenskra hesta og reiðmaður. „Pavo EasyPower er nýtt múslífóður sem sérstaklega er þróað fyrir íslenska afrekshesta og ég væri til í að segja ykkur betur frá því í básnum okkar“, svo vitnað sé beint í Rob Krabbenborg.

Pavo hestafóður- og bætiefnalínan hefur átt góðum vinsældum að fagna hjá sístækkandi hópi íslensks hestafólks. Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að útvíkka þetta úrval og má t.d. nefna stóraukið framboð sérhæfðra bætiefna sem hafa komið sterk inn á markaðinn hér á landi, vörur á borð við Vital, MuscleBuild og MuscleCare.

Pavo hefur um langt árabil kynnt vörur sínar á heimsmeistaramótum íslenska hestsins sem og á Landsmótum og lagt upp með fræðslu og vöruþróun í takt við þarfir markaðarins. Sem fyrr er Pavo á HM íslenska hestsins sem stendur til sunnudagsins 13. ágúst í Oirschot í Hollandi.

EasyPowerMeðal nýjunga í ár er fóðrið EasyPower, en þar er á ferðinni múslífóður sem sérsniðið er að þörfum íslenska hestsins og er ætlað hestum sem þurfa að skila árangri á keppnis- og æfingabrautinni. Fóðrið leggur til hæglosaða orku, veitir úthald og þann stuðning við vöðvavef sem þörf er á þegar mikið liggur við. Með háum styrk vítamína og steinefna má halda daglegum skammti fóðursins hlutfallslega lágum, sem hentar íslenska hestinum sérlega vel.
Pavo EasyPower verður fáanlegt hér á landi í lok ágústmánaðar og verður betur kynnt þegar nær dregur.

Upplýsingablað um Pavo EasyPower